Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi Omega-3 og Omega-6 fitusýra fyrir mannslíkamann, þær teljast til góðrar fitu en jafnvægi þarf að ríkja á milli þessarra fitusýra. Því miður inniheldur vestrænt matarræði mun meira af Omega-6 fitusýrum sem að fást úr jurtaolíum og finnast í ýmsum tilbúnum mat. Þar að auki inniheldur matarræði margra of lítið af fiski og afurðum sem að færa okkur Omega-3 fitusýrur. Þetta leiðir oft til gríðarlegs ójafnvægis á milli þessarra fitusýra, allt að 30:1 ! Til að breyta því þurfum við að minnka inntöku af Omega-6 og auka inntöku af Omega-3 .
Omega-3 fitusýrur stuðla að heilbrigðu hjarta- og æðakerfi, styrkir heilastarfsemi og minni, dregur úr kólestermagni í blóði og styrkir náttúruleg viðbrögð líkamanns við bólgumyndun. Þær stuðla einnig að heilbrigði sjónar, lungna, liða og húðar.
Arctic-Sea töflurnar innihalda hágæða uppsprettu af Omega-3 fitusýrum sem skiptast í EPA (eikósapentanósýru) og DHA (dokósahexanó-sýru). Fullkomið jafnvægi er í hlutföllunum á milli DHA og EPA fitusýranna sem er ákjósanlegt til að búa yfir góðri heilsu og vellíðan.
Belgirnir innihalda Omega-3 fitusýrur sem fengnar eru úr DHA ríkri smokkfisksolíu og hreinni Omega-3 fiskiolíu úr laxi, anjósum og þorski, olíuríka ólívuolíu og E- vítamín sem að eykur nýtingu DHA og virkar sem náttúrulegt rotvarnarefni.
Hver belgur inniheldur Omega-3 fitusýrurnar, EPA 200 mg og DHA 200 mg, Oleic acid 100 mg. Ráðlagður skammtur er 1-2 töflur á dag. (120 gelbelgir).