Hótel Keflavík – Rétt hjá útlöndum
Við erum staðsett í hjarta miðbæjar Keflavíkur við hinn stórbrotna Reykjanesskaga sem skartar sínum fögru náttúruperlum sem verðugt er að heimsækja. Hótel Keflavík er rétt hjá útlöndum eða aðeins 5 mínútna fjarlægð frá KEF flugvelli.
Hvönn sængurverasett frá Lín Design
Hvönn var um aldir hluti af fæðu íslendinga og víða voru hvannagarðar í kringum bæi á öldum áður. Hvönnin var mikilvæg útflutningsvara fyrr á tímum og var notuð sem gjaldmiðill. Í Grágás, elsta lagariti Íslendinga, er kveðið á um viðurlög við stuldi á hvönn. Í upphafi sumars er hvönnin ljósgræn en breytir um lit þegar líður að hausti. Þá dekkist hvönnin og verður brún að lit. Hvönnin frá Lín Design er síðsumar hvönn og því ljósbrún að lit. Hvönnin er mikilvæg lækningajurt og er nú að finna í lyfjum sem talin eru vinna á lifrarkvillum, smiti og eitrunum og brósthimnabólgu ásamt mörgu öðru. Fersk hvönn er oft notuð sem krydd enda góður bragðbætir. Rannsóknir hérlendra vísindamanna á síðustu árum hafa leitt í ljós að tiltekin efni í hvönn styrkja ónæmiskerfið. Hvönnin frá Lín Design er saumuð í sængurverið og er einstaklega tignarleg & glæsileg. Sængurverið er ofið úr besta fáanlega 380 þráða 100% Pima bómull. Blómið er bróderað hægra megin í sængurverið og líkir eftir síðsumarshvönn sem er orðin ljósbrún að lit. Nýjungin hjá okkur núna er að pakka rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu. Vefnaðurinn er nokkuð þéttur og bómullin afar mjúk og endingargóð. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem þarf til að hún nái hámarks mýkt.