Hótel Keflavík

Sendingarskilmálar

SENDINGARSKILMÁLAR

Allar pantanir eru afgreiddar 3-5 virka daga eftir greiðslu pöntunar.

Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða endurgreiðslu sé varan ekki væntanleg aftur. 

Hægt er að sækja til okkar gjafabréfin að Vatnsnesvegi 12-14 230 Keflavík eða fá sent með pósti. Póstsendingar geta tekið allt að fimm til sjö virka daga.

Um allar sendingar gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um dreifingu og afhendingu. Skilmála Póstsins má nálgast hér: https://www.postur.is/um-postinn/upplysingar/vidskiptaskilmalar/

Hótel Keflavík tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.

SKILMÁLAR GJAFABRÉFA

Gjafabréfið gildir í ár frá kaupum og er það dagsett.

Hægt er að kaupa gjafabréf sem ýmist gilda allt árið eða yfir einungis yfir vetrartímann. Dagsetning og gildistími eru tiltekin í tilboðinu sjálfu og svo á gjafabréfi.

Sumartíminn & Hátíðisdagar: 01/05-30/09 + 24/12-26/12 + 30/12-03/01
Vetrartíminn: 01/10-23/12 + 27/12-29/12 + 04/01–30/04

Handhafa er óheimilt að nota gjafabréfið eftir að gildistími þess rennur út.

Gjafabréf fást ekki endurgreidd, skilað né skipt og þau er ekki hægt að framlengja.

Hvers konar endursala á gjafabréfum er stranglega bönnuð nema með samþykki útgefanda.

LÖG OG VARNARÞING

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Endurgreiðsluskilmálar

Gjafabréf fást ekki endurgreidd og þau er ekki hægt að framlengja.

Skila- og skiptiskilmálar

Gjafabréf fæst ekki skilað né skipt.

Hægt er að greiða aukalega fyrir gjafabréf sem gildir yfir vetrartímann ef þess er óskað að gista frekar yfir sumartímann. Nánari upplýsingar veitir móttaka hótelsins. 

Scroll to Top