Fjármálaráðherra

13.000 kr.

Blönduð tækni.

Lengd og breidd 27x27cm

Dýpt 4,4cm

Rammi fylgir með.

Flokkar: , Brand:

  Spurningar

Hér sjáum við teikningu af Fjármálaráðherra í landi hinna dreymandi (e. Money Lord). Hann er teiknaður á þunnan pappír sem er límdur á annan hvítari pappír. Þessi karakter varð til við úrvinnslu erfiðra tilfinninga sem ég kann enn engin nöfn á en ég var nýbúin að ræða fjármál við aðra manneskju. Ég er ekki hrifin af peningum eða heimspekinni á bakvið þá. 

Hægra augað kemur frá teikningu af Jack í hrollvekjunni The Shining, hitt augað fékk ofsalega að vera frekar abstrakt. Kannki er þetta gat, tómarúm eða jafnvel peningur. Hver veit? Efri hluti höfuðsins var teiknað eftir teikningu af sköllóttum manni í jakkafötum. Kjálkinn var frá annarri mynd, tennurnar og nefið svona eiginlega líka en samt ekki og allt fyrir neðan háls er mín túlkun á mynd af ungri konu í skógi. 

Ég notaði alls konar teiknipenna, blýanta, liti og málningu, fékk inspírisjón frá alls konar myndum á Pinterest en þangað leita ég gjarnan og get eytt mörgum klukkutímum þar, bara að skoða.

Gerð þessarar myndar kom mér í gegnum undarlega tegund af kvíða. 

Ummál 27 × 4.4 × 27 cm
Ár

2020

Almennar fyrirspurnir

Engar fyrirspurnir ennþá...

Scroll to Top