Reynslan hefur sýnt okkur að kröfur og aðstæður viðskiptavina geta verið ótrúlega mismunandi. Við hjá Jósefsson erum stolt af því að bjóða einnig upp á MyShop Pro sem er sérsmíðuð woocommerce verslun eftir þínu höfði.
Við bjóðum upp á sérsniðnar veflausnir þar sem mismunandi þarfir viðskiptavina koma saman við stílhreina hönnun og þægilegt notendaviðmót. Náið samstarf í gegnum allt ferlið tryggir að áherslur og markmið viðskiptavinar komist skýrt á framfæri. Það mikilvægasta er að afraksturinn skili viðskiptavinum okkar árangri.
Við okkar heimasíðugerð notum við WordPress og það er ástæða fyrir því. WordPress er vinsælasta og stærsta vefumsjónarkerfi í heiminum í dag. Einfalt og notendavænt og lagar sig að skjástærðum, spjaldtölvum og snjallsímum. Kerfið er í stöðugri þróun, með reglulegum öryggisuppfærslum og hægt að stilla stjórnborðið á Íslensku.
WordPress
- Er í stöðugri þróun
- Hár öryggisstuðull
- Reglulegar öryggisuppfærslur
- Hefur fulla stjórn á vefnum
- Hægt að stilla á íslenskuleitarvélavænt (seo)
- Fjöldi auka veflausna
- Lagar sig að mismunandi skjástærðum
- Hentar litlum og stórum fyrirtækjum
- Endalausir möguleikar
WooCommerce er eitt stærsta vefverslunarkerfi heims og því eru möguleikarnir nánast endalausir.
Við vinnum síðuna eftir þínum óskum og niðurstaðan verður einstök og fáguð netverslun sem sinnir öllum þínum þörfum. Eftir að verkið er tilbúið kennum við þér á kerfið og svo heldur þú af stað í þitt ferðalag.
Ef eitthver vandamál skyldu koma upp í framtíðinni getur þú alltaf leitað til okkar og við hjálpum þér að finna lausn gegn vægu þjónustugjaldi.
Kerfið aðlagar sig að hvaða skjástærðum og snjalltækjum sem er og kemur einnig með appi sem virkar á bæði Apple & Android.
Leitarvélar eru orðnar risa stór partur af lífi okkar og mikilvæg uppspretta þekkingar. Það kemur því ekki á óvart að þær niðurstöður sem koma efst á leitarvélum eru þær mest skoðuðu. Með leitarvélabestun hjálpum við þér að auka umferðina inn á þína síðu og þar með viðskiptin.
Leitarvélar vinna eftir ákveðnum algrímum þar sem gæði síðunnar skiptir máli. Þessi atriði eru fjölmörg en ef nokkur má nefna skipta skýrir textar, hraðvirkni og öryggi síðu miklu máli. Við yfirförum síðuna þína og breytum síðan því sem betur má fara. Næsta skref er að fara yfir með viðskiptavinum okkar hvaða leitarorð eiga best við og þannig komum við þér á toppinn.
Þegar kemur að tengingum þá segjum við: Það er allt hægt! Ef við þekkjum það ekki sjálfir þá leitum við til annarra sérfræðinga sem geta leyst það með okkur.
Tenging sem við höfum nú þegar gert er milli bókhaldskerfisins Dk og netverslunarkerfisins WooCommerce. Þetta eru kerfi sem bæði er með þeim stærstu á sínu sviði og hefur tengingin gefið góða raun hjá þeim viðskiptavinum okkar sem hana eru að nýta sér.
Við erum klárir í að skoða allar mögulegar lausnir á þínum vandamálum svo að allt gangi smurt fyrir sig.