Héraðsskólinn

Héraðsskólinn á Laugarvatni var stofnaður 1.nóvember 1928 og starfaði á ýmsum sviðum allt fram til ársins 1996. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem tókst á ótrúlegan hátt að koma góðum anda í teikningar sínar.

Jónas frá Hriflu stóð fyrir byggingu Héraðsskólans á Laugarvatni. Eftir mikla pólitík og vangaveltur um hvar skólinn ætti að rísa barði Jónas í borðið og sagði: „Nú skulum við fara eftir ráðleggingum arkitektsins“ og vísaði þar í orð Guðjóns um að hvergi finndist fallegri staður og betri fyrir Héraðsskóla en á Laugarvatni.

Ingunn og Böðvar sem í daglegu tali eru nefnd „Laugarvatnshjónin“ gáfu eftir jörð sína til handa ríkinu svo draumur um menntastofnun á Laugarvatni yrði að veruleika. Böðvar átti svo sannarlega eftir að leggja sitt af mörkunum til þess að gera Laugarvatn að því mennta- og menningarsetri sem það hefur verið allar götur síðan.

Scroll to Top