Hótel Keflavík – Rétt hjá útlöndum
Við erum staðsett í hjarta miðbæjar Keflavíkur við hinn stórbrotna Reykjanesskaga
sem skartar sínum fögru náttúruperlum sem verðugt er að heimsækja. Hótel Keflavík er rétt hjá útlöndum eða aðeins 5 mínútna fjarlægð frá KEF flugvelli.
Heimasíða: www.kef.is/is/
KEF Restaurant
Gestir okkar fá 10% afslátt af matseðli á KEF Restaurant.* KEF Restaurant er fyrsta flokks a la carte veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur
alltaf verið viss um gæðin. KEF Restaurant er opinn alla daga í hádeginu og á kvöldin og svo bjóðum við upp á frábæran bröns matseðil allar helgar. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og upplifað einstaka stund í glæsilegu rými. *Athuga að það gildir ekki með öðrum tilboðum
Heimasíða: www.kef.is/is/kefrestaurant
Diamond Lounge & Bar
Diamond Bar & Lounge er glænýr bar staðsettur í móttöku hótelsins. Skreyttur með fallegri lýsingu, VERSACE flísum og góðri aðstöðu til að sitja og njóta í góðum félagsskap. Af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana og bjóðum einnig upp á barmatseðil með ýmsum góðum smáréttum. Við barinn er sjálfspilandi flygill sem spilar ljúfa píanótónlist og hinn eini sanni Moet sjálfsali sem þú verður að prufa.
Heimasíða: www.kef.is/is/diamondbar
Líkamsræktarstöðin Lífstíll
Gestir okkar fá frían aðgang að líkamsræktarstöð okkar. Líkamsræktarstöðin Lífstíll er 640 fermetrar og með fullbúnri aðstöðu með öllum þeim helstu líkamsræktartækjum s.s. hlaupabrettum, skíðatækjum og þrekhjólum, bekkpressum og lausum lóðum, teygjum og ýmis önnur uppitunar– og lyftingartæki. Við höfum
einnig íþróttasal fyrir gólfæfingar, teygjur og styrktaræfingar. Lífstíll býður einnig upp á spinning og aerobics tíma sem og ljósabekki.
Heimasíða: www.kef.is/is/lifstill